Einróma breytingar

Punktar

Nokkrum sinnum á þessu ári hef ég skrifað pistil um íslam og múslima. Skoðanir mínar hafa siglt milli andstæðinga og fylgjenda fjölmenningar. Hef haft gaman af skipulögðum viðbrögðum. Fyrir þremur pistlum var ég skammaður töluvert. Fólk velti fyrir sér, hvort ég væri ekki hálfgerður rasisti. Fyrir tveimur pistlum ríkti skipulögð þögn þeirra, sem áður höfðu verið frekar æstir. Síðast kvartar fólk aftur, sem kvartaði í þriðja síðasta skiptið. Að þessu sinni tekur það skipulega fram, að ég sé að öðru leyti í lagi, þótt ég hafi bilaða afstöðu í þessu sérstaka máli. Saman metur fólk aðstæður og talar einum rómi hverju sinni.