Einokunin brást.

Greinar

Fyrir rúmri viku hélt forstjóri Grænmetosverzlunar landbúnaðarins því fram á prenti, að mikill kartöfluskortur væri í Vestur-Evrópu um þessar mundir. Þegar Dagblaðið lét svo kanna málið, kom Í ljós, að nóg var af kartöflum í helztu útflutningshöfnum Hollands, Vestur-Þýzkalands og Danmerkur.

Fyrir rúmri viku hélt forstjöri Grænmetisverzlunar landbúnaðaríns því fram, að of dýrt væri að kaupa sænskar kartöflur á 250 krönur kílóið um borð í skip, þegar hægt væri að bíða eftir gömlum, pólskum kartöflum á 70 krónur. Þegar Dagblaðið lét svo kanna málið, kom í ljós, að um alla Norðvestur-Evrópu var hægt að fá spánnýja uppskeru á 90-100 krónur kílóið.

Fyrir rúmri viku hélt forstjóri Grænmetisverzlunar landbúnaðarins því fram á prenti, að ekki væri hægt að kaupa kartöflur í Hollandi, þar sem þar væri búið að setja 50-60 króna útflutningsgjald á hvert kíló. Þegar Dagblaðið lét svo kanna málið, kom í ljós, að hollenzkir útflytjendur könnuðust ekki við neitt slíkt gjald.

Fyrir tæpri viku hélt forstjóri Grænmetisverzlunar landbúnaðarins því fram í viðtali við Dagblaðið, að óráðlegt væri að flytja inn kartöflur frá Marokkó og Mexíkó vegna hættu af Colorado-bjöllu. Nú hefur svo komið í ljós, að hann hefur einmitt fengið þær mexíkönsku kartöflur, sem voru um miðja síðustu viku á boðstölum í Rotterdam.

Greinilega er komið í ljós, að það er Grænmetisverzlun landbúnaðarins, sem hefur sjálf búið til kartöfluskortinn, sem ríkir hér á landi um þessar mundir. Hún reyndi að dylja vangetu sína með því að gefa kolrangar upplýsingar um ástandið á kartöflumarkaðinum í nágrannalöndunum.

Þegar Dagblaðið hafði svo fengið staðfest, að nóg væri til af ódýrri og nýrri uppskeru kartaflna til beinnar útskipunar í íslenzk skip í Rotterdam, Hamborg og Kaupmannahöfn, sneri Grænmetisverzlun landbúnaðarins skyndilega við blaðinu og pantaði sjálf þessar nýju kartöflur.

Þetta dugir að vísu ekki til að eyða kartöfluskortinum. Urriðafoss gat aðeins tekið um það bil vikuneyzlu af kartöflum í Rotterdam og Grænmetisverzlun landbúnaðarins gerði ekki frekari ráðstafanir. Það verður því sennilega aftur kartöflulaust hér á landi meðan Grænmetisverzlun landbúnaðarins bíður eftir því, að frostavetri hennar í Póllandi linni.

Grænmetisverzlun landbúnaðarins hefur enn einu sinni sannað vangetu sína. Hún hefur ekki reynzt gæta hagsmuna neytenda í magni, gæðum og verði á kartöflum. Hún hefur misfaarið hrapallega með einokun sína á kartöflusölu, eins og raunar á grænmeti yfirleitt.

Neytendur eiga ekki lengur að sætta sig við, að sölusamtök bænda kúgi þá með sama hætti og danska einokunarverzlunin kúgaði Íslendinga á sínum tíma.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið