Einn þorir að tala

Punktar

Mohamad Mahathir, forsætisráðherra Malasíu, er frægur fyrir að neita að fara að fyrirskipunum Alþjóðabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og bjarga þannig landi sínu fyrir fimm árum undan Asíukreppunni miklu, sem setti Japan og fleiri ríki á hliðina. Hann er líka frægur fyrir að draga ekki styttri stráin í gagnrýni á Bandaríkin og Ísrael, oftast í sömu andrá. Hann er þekktastur þeirra, sem segja Ísrael stjórna stefnu Bandaríkjanna í málum Miðausturlanda. Hann þorir að segja það, sem aðrir hugsa. Í gær sagði hann, að meðferð Ísraels á Palestínumönnum sé hin sama og meðferðin var á gyðingum í Evrópu á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Rohan Sullivan segir frá þessu í Associated Press.