Einn fannst réttlátur

Punktar

Þótt sjaldgæft sé, eru til  þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem hafa samvizku. Ásmundur Friðriksson þingmaður baðst á þingi í gær afsökunar á stuðningi sínum við United Silicon í Helguvík. Skammaði fyrirtækið harðlega fyrir svikin loforð. Sagði fyrirtækið hafa fengið hundruð milljóna frá skattgreiðendum til að byggja upp rekstur. Greiði starfsmönnum laun undir tekjuviðmiðum í landinu. Hafi lítil tök á mengun frá rekstrinum í Helguvík. Arsenmengun sé tuttugufalt yfir leyfðum mörkum. Sé í alls konar málarekstri við stéttarfélög, fyrirtæki og bæjarfélagið. United Silicon vinnur hvorki með samfélaginu né fyrir það, sagði Ásmundur.