Frábært er, að Paul Krugman fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði. Hann skrifaði grein í New York Times í vor og varaði við vondri stöðu Íslands. Fer mjög í taugar frjálshyggjunnar, sem hefur riðið heiminum í aldarfjórðung og leitt til hrunsins. Frjálshyggjunnar, sem enn ræður ríkjum í skilyrðum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Nú hafa fengið verðlaunin þeir fjórir menn, sem fara mest í taugar frjálshyggjunnar. Fyrst var það Amartya Sen frá Indlandi. Síðan Joseph Stiglitz, fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðabankans. Svo Muhammad Yunus, sem stofnaði banka fyrir óveðhæft fólk. Og nú síðast Paul Krugman.