Einkavæðing er dýrari

Punktar

GUARDIAN skoðar útkomu einkavæðingar í heilbrigðisgeiranum, járnbrautarlestum og skólum Breta. Alls staðar er sama sagan. Kostnaður verður meiri í einkavæðingu ríkiseinokunar. Hleypur upp úr öllu valdi vegna viðgerða á lélegu húsnæði, sem bætt er á húsaleiguna. Á heilsugæzlustöðvum hækkar kostnaður, einkum vegna óþarfra aðgerða. Lestakerfið í Bretlandi hefur nánast hrunið vegna einkavæðingar. Komið er í ljós þar í landi og á Norðurlöndum, að grunnþjónustan á ekki bara að vera kostuð af ríkinu, heldur einnig rekin af ríkinu. Nýfrjálshyggja Vinstri grænna og annarra stjórnarflokka hér á landi er einnig orðin að úreltum trúarbrögðum sérvitringa.