Einkavædd einokun

Punktar

Ríkið getur selt stofnanir sínar af tveimur ástæðum, annars vegar til að græða sem mestan pening og hins vegar til að láta samkeppni leysa ríkiseinokun af hólmi. Síminn selzt á hærra verði, ef einokunin fylgir, til dæmis grunnnetið. Formaður Framsóknarflokksins er auðvitað ekki hlynntur aukinni samkeppni í þágu neytenda og lítur því eingöngu á söluverðið. Þannig varði hann á flokksþingi Framsóknar þá ákvörðun, að grunnetið verði selt með símanum. Það er gott fyrir neytendur að vita, að Halldór Ásgrímsson er ekki að hugsa um neytendur, þegar einokunin verður einkavædd.