Skilanefnd Landsbankans gerir hverja bommertuna á fætur annarri. Nú hefur hún falið Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að reka áfram nokkur fyrirtæki Baugs í Bretlandi. Það var og er og verður vafasamt að gefa þeim tækifæri, sem eru sérfræðingar í að setja fyrirtæki á hausinn. Þar á ofan lætur skilanefndin Jón hafa 3,3 milljónir króna á mánuði og aðgang að einkaþyrlu. Skilanefndin virðist vera algerlega úti að aka. Hún veit að minnsta kosti ekkert um sinnaskiptin í samfélaginu. Hið bráðasta verður að taka völdin af þessari skilanefnd, sem lifir greinilega enn á gamla, rotna spillingartímanum.