Einkarekstur er siðlaus

Punktar

Einkarekstur er í eðli sínu siðlaus. Þar ná þeir aðeins framgangi, sem nota göt á lögum og reglum til hins ítrasta. Við höfum nýlega séð framvinduna í atlögu FL-group gegn Orkustofnun og Reykjavíkurborg. Höfum séð viðskipti innherja í Spron-sparisjóðnum. Höfum heyrt dómana yfir olíufélögunum. Og bíðum þó enn eftir, að höfuðpaurarnir fari á Litla-Hraun. Lög og reglur um einkareksturinn í landinu eru máttlaus, þar á meðal eftirlitsstofnanir hins opinbera. Sjáið, hvernig bankar fara með svonefnda viðskiptavini. Það er grundvallaratriði í siðferði, að ekki má treysta neinum, sem er í bissniss.