Brjóstastækkanir á Íslandi voru þessi venjulegi einkarekstur. Læknar rökuðu saman peningum og tjónið lendir svo á skattgreiðendum. Læknar eru eins og bankar, gróðinn er einkarekinn og tapið er þjóðnýtt. Samt kemur í ljós, að reglur voru hunzaðar. Læknar héldu ekki saman skýrslum og neituðu að láta landlæknisembættið hafa upplýsingar. Yfirlæknum á ríkisspítölum er bannað að vera í einkarekstri, en samt var þeim leyft það. Í áratug var þetta umdeilda franska sílikon bannað í Bandaríkjunum, en samt hélt darraðardans græðginnar linnulaust áfram. Er virkilega í lagi að setja kostnaðinn á skattgreiðendur?