Einkaherir eru orðnir fyrirferðarmiklir. Flestir eru í Afríku, þar sem þeir gæta hagsmuna vestrænna glæpafyrirtækja. Stærsti einkaherinn er þó Aegis, 20.000 manna her Tim Spicer í Írak. Aegis er ráðinn af bandaríska hernum til að vernda hann fyrir vondu fólki. Eftir því sem vígfúsum ríkjum fækkar og eftir því sem heimþrá bandaríska hersins eykst, þeim mun meiri líkur eru á, að einkaherir taki upp slakann og gæti vestrænna hagsmuna, til dæmis í olíunni. Einn einkaherinn, Blackwater, hefur boðist til að leysa stríðið í Darfur í Súdan og býður þjónustu sína hverjum þeim, sem bezt borgar.