Sovétríkin líta um þessar mundir á Kína sem höfuðóvin sinn. Hernaðarlegur viðbúnaður þeirra á austurlandamærunum fer stöðugt vaxandi. Meðan á þessu stendur vilja Sovétríkin gjarna minnka spennuna á vesturlandamærum fylgiríkja sinna í Evrópu.
Þessi breyting á afstöðu Sovétríkjanna er ein af helztu forsendunum fyrir friðarráðstefnunum í Evrópu á þessu ári, öryggisráðstefnunni í Helsinki og afvopnunarráðstefnunni í Vínarborg. Þesaar ráðstefnur vekja vonir Evrópumanna um, að unnt verði að tryggja friðinn í álfunni í náinni framtíð.
Hitt er stjórnmálamönnum Vestur-Evrópu ljóst, að svo getur farið án mikils fyrirvara, að spennan minnki á austurlandamærum Sovétríkjanna og þau taki enn á ný að beina heimsvaldastefnu sinni til vesturs. Sovétríkin erfðu á sínum tíma útþenslustefnu zar-veldisins og bættu við hana hugmyndafræðilegri skyldu á útbreiðslu sósíalismans í heiminum. Þessi heimsvaldastefna er í fullu gildi, þótt aðstæðurnar um þessar mundir valdi því, að Sovétríkin telja heppilegt að fara með löndum-
Það er svo sem ekki ástæða til að mikla þetta kalda stríð fyrir sér. Vestur-Evrópa getur vel sýnt Sovétríkjunum nokkurt traust og reynt að semja við þau um gagnkvæma afvopnun í Evrópu. Og það er einmitt stefna ríkja Atlantshafsbandalagsins um þessar mundir að draga smám saman og á gagnkvæman hátt úr hernaðarlegum viðbúnaði beggja vegna járntjaldsins.
En gallinn er sá, að ríki Atlantshafsbandalagsins hafa veika aðstöðu í þessum samningaviðræðum. Atlantshafsbandalagið er ekki lengur það afl, sem það var. Vígbúnaðarþreytan einkennir þjóðir Vestur-Evrópu og Norður-Ameriku og veikir taflstöðu Atlantshafshandalagsins.
Glistrup hinn danski vill leggja niður danska herinn og spara stórkostlegan skattpening. Um alla Evrópu verður vart hliðstæðrar óskkyggju: Menn vilja draga úr útgjöldum til varnarmála, annað hvort til að lækka skatta eða til að nota féð til annarra þarfa. Og ekki eru Bandaríkjamenn síður þreyttir á miklum herkostnaði sínum. Þeir tala um, að minnka herafla sinn í Evrópu um helming.
Jafnvel hér á Íslandi, er hafinn sterkur áróður fyrir því, að landið verði gert varnarlaust og að hætt verði við þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. Höfum við þó allra þjóða minnstan tilkostnað af varnarmálum.
Þessi þreyta Vesturlanda veldur því, að ekki er hægt að búast við miklum árangri af viðræðunum um gagnkvæman samdrátt herafla í Evrópu. Sovétríkin sjá þreytuna og munu draga samninga á langinn til að bíða eftir einhliða samdrætti af hálfu ríkja Átlantshafsbandalagsins.
Ef svo fer, sem nú horfir, þurfa Sovétríkin ekki að semja um neinn samdrátt. Þau geta haldið áfram að auka herstyrk sinn á meðan ríki Atlantshafsbandalagsins hlaupa að meira eða minna leyti undan merkjum hvert á fætur öðru. Þar með kemst Vestur-Evrópa smám saman í aðstöðu Finnlands og verður að taka vaxandi tillit til sjónarmiða Sovétríkjanna.
Jónas Kristjánsson
Vísir