Fyrir mér er reikningsdæmið einfalt. Við tökum með ýmsum hætti ábyrgð á 20.000 evrum á hvern almennan sparifjáreiganda hjá IceSave. Við tökum enga ábyrgð á sveitarfélögum og samtökum. Ábyrgðin felst í þrennu. 1. Við reynum að koma í verð eigum Landsbankans í Bretlandi. 2. Við rukkum ríkisstjórn Bretlands fyrir skaða, sem hún olli með hryðjuverkalögum og yfirlýsingum Gordon Brown. 3. Við borgum eftirstöðvar með fé, sem Seðlabanki Bretlands lánar okkur á sama hátt og seðlabankar annarra ríkja, þar sem Icesave starfaði. Gott væri að eignir borgi helming, Brown helming, við ekkert.