Einbeittur svefn eftirlitsins

Punktar

Ragnheiður Þorgrímsdóttir bóndi á Kúludalsá hefur lengi reynt að fá kannaða flúormengun frá stóriðjunni við Grundartanga. Hún telur, að hross drepist af völdum eitrunar. Sveitarstjórn Hvalfjarðarhrepps hefur ekki nokkurn áhuga á að rugga bátnum og svarar ekki erindum hennar. Eftirlitsaðilar hafa enn minni áhuga, eins og við þekkjum frá Umhverfisstofnun. Hún var lamin til að kanna díoxínmengun á Ísafirði gegn einbeittum vilja sínum. Nú eru fjölmiðlar komnir í flúormálið í Hvalfirði. Þá má kannski aftur lemja Umhverfisstofnun til hlýðni. Við þurfum heiðarlega útlendinga í forstjórastöður hjá kerfinu.