Ráðherrar Samfylkingarinnar eru sex. Einn er sósíalisti, annar er andvana og sá þriðji þjónar landsbyggðinni. Þrír eru mengunarkratar, Ingibjörg, Össur og Björgvin. Þau leggja djúpan skilning í Fagra Ísland, Það felst í skóflustungum fyrir ný álver og flóknum orðskýringum. Allt logar í Samfylkingunni út af viðsnúningi flokksins í stóriðjunni. Sumir hafa flutt sig yfir í Vinstri græna, aðrir hóta skæruhernaði. Teitur Atlason segir mengunarkratana í flokknum bara vera tvo, Össur og Björgvin. Hann vill sparka báðum upp í sendiherrastöður. Þeir séu einangraðir í flokknum.