Þótt John Vinocur sé ekki merkasti dálkahöfundur New York Times, er rétt að taka mark á sumum atriðum í lýsingu hans á einangruðu Íslandi. Bandalagið við Bandaríkin er fyrir bí og utanríkisráðherra gengur stafkarls stíg um höfuðborgir Evrópu og Jan Mayen til að fá ríki Evrópu til að hlaupa í skarð verndarans. Á sama tíma og norska stjórnin veltir fyrir sér aðild að vörnum landsins, stjórnar deild í norska seðlabankanum árás á íslenzku krónuna. Vinocur er sérfræðingur í ráðabruggi Frakklands í alþjóðamálum og gefur lítið fyrir viðræður Geirs Haarde við frönsku naglana. Við eigum engan vin.