Eignastaða er gagnslaus

Punktar

Eignastaðan er góð, segja bankastjórar. Að miklu leyti ímyndaðar eignir í fallít rekstri. Ekki betri en verðið, sem fæst fyrir þær. Ef þær eru óseljanlegar, eru þær einskis virði sem eignastaða. Marklaust er að benda á svo og svo marga tugi milljarða í eignastöðu. Því að verð þeirra hefur hrunið og þær eru óseljanlegar. Þannig fer banki á hausinn, þótt eignastaða sé góð. Fjármálaeftirlit, sem horfir bara á eignastöðu, er einskis virði. Það klórar sér bara í hausnum eftir að hafa gefið Glitni fyrstu einkunn. Bönkum og fjármálaeftirliti er stjórnað af gagnslausum góðviðriskörlum.