Eignast Bjöggar landið?

Punktar

Afleitt er, ef Bjöggar ná Glitni og 365 miðlum í sína sæng. Þeir eiga fyrir Landsbankann og Morgunblaðið. Þeir munu áreiðanlega beita auknu valdi til aukinna pólitískra áhrifa. Þegar þeir áttu bókaforlagið Eddu, misbeittu umboðsmenn þeirra valdinu til að breyta bókum í pólitísku skyni. Þeir eru ekki réttir menn til að eiga helztu prentmiðla landsins og helming bankaviðskipta þess. Fáokun hefur verið þjóðinni bölvun hingað til og verður það frekar, ef þessi viðskipti verða. Þjóðin getur ekki annað en tapað á að komast undir hæl lífsreyndra og rússneskt þjálfaðra auðjöfra.