Engin sátt er í samfélaginu um að gera betur við eigendur peningabréfa í bönkunum en aðra. Fræðimenn benda á, að bréfin séu ofmetin, bankarnir greiði með þeim. Aðrir fræðimenn benda á, að eigendur eldri forma á sparnaði geti kært mismunun. Heildarupphæðin nemur 300 milljörðum, stjarnfræðilegri tölu. Matthías Ásgeirsson, ágætur bloggari, átti fé í peningabréfasjóði. Verður jafnan reiður, þegar skrifað er um ljúfa afgreiðslu málsins. Við hjónin áttum líka svona bréf í Kaupþingi og fengum 85% til baka. Samt finnst mér fúlt, ef slík bréf fara fram fyrir önnur. Ég tala ekki fyrir eiginhagsmuni.
