Ei má birta um bófann

Punktar

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallizt á lögbannskröfu þrotabús Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media. Gögnin, sem ekki má birta, fjalla að mestu leyti um fjárglæfra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Ekkert lögbann hefur verið sett á Guardian, sem er þriðji útgefandi þessarar sorgarsögu. Fyrsti kaflinn var birtur í Stundinni um síðustu helgi og von var á næsta kafla í þessari viku. Enginn veit, hvort þjóðin fær frekari upplýsingar um, hvers vegna Bjarni Ben er óhæfur um að vera í pólitík, hvað þá að vera forsætisráðherra. Honum ber að segja af sér. Nú þegar. Við getum ekki lengur verið athlægi nágrannaþjóða.