Oft er ég ekki sáttur við skrif Egils Helgasonar á vefnum, til dæmis í málum, sem varða stöðu pólitíkusa og átök í flokkum. Mér finnst sumt þetta vera kaffihúsaspjall, frekar illa eða ekki rökstutt. Fyrir sjálfan mig, sem fylgist nokkuð vel með, er ekki nauðsynlegt að lesa í hvert sinn ítrekun á fyrra rökstuðningi, en gaman væri að finna hann af og til, svo sem í löngu greinunum í DV. Ég held, að það sé vandi Egils eins og sumra annarra, sem eiga létt með skrif, að þeir telja sig geta skautað með litlum útskýringum að fullyrðingum, sem mér finnst standa berar án útskýringa.