Ég man Ólaf Thors

Punktar

Man eftir flokki allra stétta hjá Ólafi Thors. Þá voru harðir verkalýðsleiðtogar í forustuliðinu og keyrt var á norræna velferð. Hún var þá að ýmsu leyti betri en núna, þegar jafnvel er skorið niður af barnabótum. Flokkur allra stétta er ekki þekkjanlegur frá þeim tíma. Græðgispólitík nýfrjálshyggju og Davíðsku ítrekar niðurskurð velferðar í samræmi við þá hagtrú, að brauðmolar leki niður á gólf til fátæklinga. Þessi trú hefur verið hagfræðilega afsönnuð, en sumir hægri flokkar halda stíft í hana. Nú er Sjálfstæðisflokkurinn hreinn bófaflokkur, innsti koppur í búri hundrað milljarða þjófnaðar á ári með hækkun í hafi. Undir vernd Katrínar.