“Ég er þjóðin”

Punktar

Ingibjörg Sólrún formaður gefur skít í Samfylkinguna. Atkvæði hennar einnar vegur þyngra en atkvæði allra hinna í flokknum. Áður sagði hún: “Þið eruð ekki þjóðin.” Nú segir hún: “Ég er þjóðin.” Þegar flokksfélögin hafa hvert á fætur öðru lýst vantrausti á ríkisstjórninni, lýsir hún vantrausti á félögunum. Hún ætlar áfram að halda uppi óvinsælustu og hættulegustu stjórn í sögu fullveldisins. Þetta þýðir, að mótmæli halda áfram linnulaust vikum og mánuðum saman. Smám saman átta sig allir á, að Ingibjörg Sólrún er vanhæf og flokkurinn ekki stjórntækur. Heiðarlegt Samfylkingarfólk mun bjóða fram sér.