Pólitíkus “lendir í” að villast á fyrrverandi borgarlögmanni. Annar lenti í að keyra fullur á ljósastaur. Hinn þriðji lenti í tæknilegum mistökum við flutninga á byggingavöru milli lands og eyja. Hver á fætur öðrum neita menn getu til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Þeir lýsa sér sem rekaldi í lífsins ólgusjó. Þeir lenda í örlögum. Ólánið kemur aðvífandi úr himingeimnum og ræðst á þá. Spurning er, hvort kjósendur vilji hafa pólitíkusa, sem eru eins og strá í slíkum vindi örlaga. Eru mannlegir og gera mistök. Eins og karlinn, sem “lenti í” að halda framhjá. Eða á íslenzku: “Ég datt í það.”