Nú er farið að gera grein fyrir fjárhag vegna hagsmunatengsla. Blaðamenn hafa þar forustu eins og í öðru. Egill var fyrstur. Ráðherrar og aðrir brennuvargar verða auðvitað síðastir. Ég skal gera grein fyrir mínum hag. Skulda ekki krónu. Mest á ég í fasteignum og landi, sem verður seljanlegt eftir nokkur ár. Svo er ég í lífeyrissjóði og þeim séreignasjóði, sem hefur minnsta mögulega áhættu. Úr þessum sjóðum kemur kaupið mitt. Það laskast eins og hjá öðrum, nema ráðherrum og öðrum brennuvörgum. Engin hlutabréf á ég, nema í Eiðfaxa. Frjálshyggjubálið kemur minna við mig en marga aðra.