Kaupleigur bíla komust árum saman upp með að svíkja undan vaski. Gáfu ekki út reikninga, höfðu allt svart. Ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra og fjármálaeftirlitinu var skýrt frá þessu fyrir löngu. Þessar óhæfu stofnanir ákváðu að gera ekkert. Nú er komið að skuldadögum. Þjóðin hefur frétt af framferði bófanna, sem hylma yfir með glæpamönnum. Safnast hefur upp skuld, sem skiptir milljörðum á hverja kaupleigu. Nú þarf að hefja málarekstur. Og ekki síður gegn ríkisskattstjóra, skattrannsóknastjóra og fjármálaeftirliti fyrir aðild að glæpnum. Gegn stofnunum, sem lifa enn í 2007-anda spillingar.