Andverðleikakerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks byggði upp nokkrar sextíu-áttatíu starfsmanna eftirlitsstofnanir. Matvælastofnun, Landlæknir, Umhverfisstofnun, Útlendingastofnun, Fangelsisstofnun, Fjármálaeftirlitið. Alls staðar voru ráðnir óhæfir forstjórar. Beinlínis ráðnir til að vera rorrandi óhæfir. Helstefna Davíðs Oddssonar var, að eftirlit væri skaðlegt. Lagði beinlínis niður stofnanir, sem ekki voru óhæfar. Þjóðhagsstofnun var frægasta dæmið. Ný ríkisstjórn megnar alls ekki að hreyfa við Davíðsku kerfi andverðleikanna. Hversu margir rorrandi óhæfir forstjórar hafa verið reknir?