Ef martröðin hrynur

Punktar

Þegar Vinstri græn eru komin upp að hlið Sjálfstæðisflokksins, hrynur kenning þess síðari um ringulreið. Hrædda, gamla fólkið getur alveg eins hallað sér að Vinstri grænum. Þarna getur orðið flekahlaup á mánuði. Og þá er Sjálfstæðis búinn að vera sem martröð á þjóðfélaginu. Það er forsenda þess, að þjóðfélagið batni. Búast má við, að kringum 5% flokkarnir, Björt framtíð og Viðreisn, eigi bágt í tveggja turna keppni. Gætu fallið af þingi. Óvíst er, hvort Flokkur fólksins ræður úrslitum um stjórnarmyndun. Sterk staða Vinstri grænna verður miklu meiri áhrifavaldur um, hvers slags meirihluti kemur út úr kosningunum.