Eðlisfræðingur ruggar báti

Punktar

Fornleifarannsóknir benda til, að landnám Ísland sé tveimur öldum eldra en segir í Íslendingabók Ara fróða. Páll Theódórsson eðlisfræðingur hefur lengi vakið athygli á þessu, við litlar undirtektir sagnfræðinga. Komnar eru til sögunnar bættar aðferðir við aldursgreininga. Notkun þeirra á viðarleifum í Reykjavík og Vestmannaeyjum benda til landnáms um og upp úr árinu 720. Sama er að segja um rannsóknir bandarískra og brezkra sérfræðinga. Þeir tala um árin upp úr 670. Íslendingar hafa hins vegar átt erfitt með að segja skilið við Ara fróða. Eru líka ósáttir við, að ótíndur eðlisfræðingur ruggi bátnum.