Philadelphia Inquirer hefur í leiðara eftir Eric Shinseki, fráfarandi formanni herráðs Bandaríkjanna, að þau þurfi að tvöfalda herlið sitt í Írak úr 158.000 manns í 300.000 manns til að halda uppi lögum og reglu í landinu. Fyrir utan kostnaðinn við hernámsliðið, muni endurreisn landsins eftir stríðsskaðann kosta 30 milljarða dollara. Blaðið bendir á, að forsetinn sé á sama tíma að lækka skatta. Blaðið telur kotroskinn forsetann lifa í gerviheimi eins og Richard B. Cheney varaforseti, Donald Rumsfeld stríðsmálaráðherra og Paul Wolfowitz aðstoðarstríðsmálaráðherra, sem töldu Íraka mundu taka hernáminu tveimur höndum.
