Dýrt fangaflug

Punktar

Fangaflug CIA er farið að hafa áhrif. Evrópusambandið skoðar málið gaumgæfilega. Böndin berast að Póllandi og Rúmeníu, sem talin eru hafa gefið CIA pláss fyrir pyndingar. Þetta getur stöðvað aðild Rúmeníu að bandalaginu. Ólíklegra er, að Pólland missi atkvæðisrétt, því að það er þegar orðið hluti af bandalaginu. Saksókn út af málinu er hafin á Spáni og rannsókn er hafin í Svíþjóð. Hér á Íslandi gerist lítið, enda er Bandaríkjastjórn ekki vön að svara vinsamlegum bréfum. Hvernig sem málið þróast úr þessu er ljóst, að menn efast í auknum mæli um siðferðisstig Bandaríkjanna.