Okur lyfjarisanna er stjarnfræðilegt. Við spörum hundruð milljóna á hverju ári, kannski heilan milljarð, á að velja jafngóð lyf annars staðar. Það er stærsti sparnaðurinn í sjúkrakerfinu þessa dagana. Gramir lyfjarisar hafa kært ríkið til eftirlitsstofnunar Evrópska efnahagssvæðisins. Segja þetta brjóta markaðslögmál. Gaman verður að sjá, hvaða markaðslögmál neyða okkur til að borga milljarði of mikið árlega fyrir lyf. Auðvitað höldum við áfram að velja ódýr lyf fyrir dýr, hvað sem kenningar frjálshyggjunnar segja. Kæran er vonandi of seint fram komin, eftir óvænt andlát frjálshyggjunnar.