Dylja ekki gremju sína

Punktar

Forsætis- og fjármálaráðherra geta ekki dulið gremju sína. Þau þurfa að fara að taka sig á, ef þau vilja ekki spilla fyrir okkur, sem viljum sátt við útlandið. Forseti Íslands er vissulega versti skúrkur. Ég get sagt það, en ráðherrarnir þurfa að vera í kurteisara hlutverki. Þau verða að muna, að margir vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave og þakka hana forsetanum. Bezt er að halda honum og persónu hans utan við vænlega kosningabaráttu. Því eiga þau ekki að hafa sig í frammi, njóta of lítils trausts. Betra er að flagga mönnum á borð við Lárus Blöndal og Ragnar Hall, sem njóta almenns trausts.