Drottningarviðtal Finns

Punktar

Kastljósið hefur stöðuga forustu meðal íslenzkra fjölmiðla í drottningarviðtölum við yfirstéttina í þjóðfélaginu. Nú síðast horfðu menn forviða á Finn Ingólfsson, sem fleiri blaðamenn en Egill Helgason telja hafa verið einn mesta ódrátt stjórnmálanna á síðustu áratugum. Finnur rúllaði upp fyrirspyrjandanum og kom á framfæri rógi um Egil, án þess að rönd væri við reist. Fréttastofa sjónvarpsins varð að hlaupa í skarðið síðar um kvöldið með viðtali við Egil, sem sagði efnislega, að aldrei hafi verið að marka orð hjá Finni. Senn koma fleiri drottningarviðtöl í Kastljósi um sama efni.