Dropinn holar steininn

Punktar

Bak við deyfð og varfærni fólks í umgengi þess við fjölmiðla er markviss áróður spilltra stjórnmálamanna, sem rægja fréttamiðla ljóst og leynt. Þetta byrjaði í Watergate-hneykslinu, þegar Richard Nixon forseti sendi Spiro Agnew varaforseta til að hamast á fjölmiðlum í hverri ræðunni á fætur annarri. Ronald Reagan notaði hvert tækifæri til að sýna fréttamiðla sem froðufellandi villihunda. George W. Bush hefur viðamikið vaktkerfi til að fullyrða, að vitrænar fréttir séu úti á brjáluðum vinstri kanti í pólitík. Þessir dropar hola steininn.