Dreptu tímann á kamrinum

Punktar

“Dreptu tímann á kamrinum” heitir vinsæl bók á Kaldbak. Gefin út af Compact Classics. Bókabúðin á Stansted mælti með henni. Þar eru heimsbókmenntirnar styttar í eina eða tvær blaðsíður. Hentugt fyrir þá, sem vilja vita hvert sé efni bóka, en nenna ekki að lesa þær. Don Kíkóti og Anna Karenina, tvær síður hvor bók. Í gær var 20 stiga hiti á Kaldbak. Reiðmaður og hestar ákváðu að betra væri að leggja sig en hreyfa sig. Ég rölti heim á bæ, þar sem var stöðugur straumur gesta. Þegar sá síðasti fór, kíkti ég á hestana, sem lágu allir. Fór svo í náðhúsið með tveggja síðna útgáfu af Marco Polo.