Bandarískir blaðamenn kvarta um, að skólagengin fagmennska sé á undanhaldi í sjónvarpi. Nefnt er til sögunnar, að nú séu einkum ráðnar ljóskur til að lesa fréttir. Hjá Fox þurfi þær að hafa þykkar varir, sem hreyfist eins og álar í samförum. Því miður hef ég týnt höfundi hinnar sérstæðu samlíkingar. Sannanlega hafa fréttatengdir þættir að hætti Kastljóss og Íslands í dag fjarlægst fagmennsku þar vestra. Sjónvarpið þar færist frá fréttamönnum yfir í táknmyndir um bólfélaga. Það eykur notkunartölur sjónvarpsins, en dregur um leið úr trausti manna á því. Á sama ferli örlar hér á landi.