Opinberlega hefur Hafró ekki tekið eftir, hvers vegna fiskistofnar minnka ár eftir ár. Hún ráðleggur sífellt minni afla, en stofnar minnka samt. Hún hefur sér það til varnar, að ráðherrar hafa endalaust ekki tekið fullt tillit til óska um minni sókn. En Hafró minnist lítið á það, sem erlendir fiskifræðingar telja mikilvægustu orsökina. Hún felst í veiðarfærunum. Dragnót og botnvarpa eyðileggja fiskimið. Botnvarpan eyðileggur heimkynni ungfiskanna. Dragnótin felur í sér rangt úrval fiskjarins, sem lifir af. Hafró er undir hæl útgerðarmanna, má ekki minnast á dragnót og botnvörpu.