“Don’t pay”

Punktar

Davíð Oddsson kann ekki ensku. Misskildi Rússa. Taldi hann segja: “You get thousand billion”. Misskildi brezka seðlabankastjórann. Taldi hann segja: “Don’t pay”. Davíð heyrir bara það, sem hann vill heyra. Og viljinn ræður öllu, þegar hann hlustar á ensku. Honum hefur alltaf liðið illa á fundum erlendra stórmenna. Hann getur nefnilega ekki sagt sögurnar sínar á ensku. Auk þess komast slíkir greifar sjaldan til æðstu metorða á Vesturlöndum. Á fundum stórmenna var Davíð súr á svipinn eins og fiskur á þurru landi. Fullyrðingar hans um innihald þess, sem erlendir segja, eru einskis virði.