Gísli Marteinn Garðarsson borgarfulltrúi tekur hælkrók á samflokksmanninn Jón Gunnarsson alþingismann vegna Reykjavíkurflugvallar. Margir borgarbúar hafa áratugum saman reynt að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Meira að segja greitt um það atkvæði. Jón Gunnarsson leggur hins vegar fram frumvarp á Alþingi um að lögfesta flugvöllinn í Vatnsmýrinni um aldur og ævi. Jón er eindreginn stuðningsmaður pilsfaldakapítalisma og forræðishyggju að hætti Flokksins. Dónaskapur hans í garð Reykvíkinga er að leggja til, að valtað verði yfir reykvísk sjónarmið í Vatnsmýrarmálinu. Vonandi fellur frumvarpið.
