Dó næstkomandi sunnudag

Punktar

Orðin “síðastliðinn” og “næstkomandi” í jarðarfaratilkynningum eru dæmi um sjálfvirkar klisjur, sem stýra íslenzkri tungu. Hlynur Þór Magnússon bendir á þetta í bloggi sínu. Andlátsdagur getur ekki verið næstkomandi og boðaður jarðarfarardagur getur ekki verið síðastliðinn. Þess vegna þarf ekki að taka fram, að þessu sé öðruvísi farið. Það liggur í hlutarins eðli. Texti frétta og tilkynninga er fullur af óþarfa aukafroðu, sem bætir engu við frásögnina. Allan aga skortir í frásögn á íslenzku. Á námskeiði mínu um fréttastíl léku menn sér að því að helminga fréttir án þess að sleppa neinu nema froðu.