Dissa stjórnmálin

Punktar

Nútímafólk hafnar stjórnmálamönnum og stjórnmálum. Peter Preston, útgáfustjóri Guardian, benti á það um daginn, að kjósendur og blaðalesendur væru alltaf að eldast. Unga fólkið tekur ekki við og les ekki Guardian, heldur Mirror og Sun, sem leggja bara eina síðu á dag undir kosningabaráttu. Aðrir hafa bent á, að stjórnmálamenn séu leiðinlegir, af því að þeir séu alltaf að rífast. Þeir rífast, þótt þeir séu komnir í ríkisstjórn og hafi ekki yfir neinu að kvarta. Þeir agnúast þá út í stjórnarandstöðuna, af því að þeir komast ekki upp úr sandkassanum, þar sem flokkarnir ólu þá upp.