Nýsmíðaðar fornminjar að hætti Disney eru algengar hér á landi. Þorláksbúð í Skálholti er engin miðaldakirkja, heldur eftirlíking af bráðabirgðakirkju frá 1527. Vel er við hæfi, að hún verði byggð samkvæmt samtali Guðs við smið Árna Johnsen. Minnir á þjóðveldiskirkjuna í Þjórsárdal, sem er gróf fölsun á kirkjunni, er grafin var upp á Stöng. Þannig hafa víkingahús verið reist í Hafnarfirði og víðar, þótt hér hafi aldrei verið nein víkingahús. Ef reisa á rómantíska fölsun fortíðar, er betra að hafa hana í hæfilegri fjarlægð frá Skálholtskirkju. Þannig getum við framleitt ímyndaða fortíð fyrir túrista.