DHL opnar atkvæði

Punktar

DHL áskilur sér rétt til að opna atkvæðaseðla í pósti frá útlöndum eins og annan póst, sem fyrirtækið höndlar. Varið ykkur, Íslendingar í útlöndum. Þegar þið kjósið, skulið þið ekki senda atkvæðið með DHL. Það opnar og ógildir atkvæðið, þegar því þóknast. Í yfirlýsingu þess út af ógildingu er frekjan svo mikil, að það segist geta séð um kosningar fyrir Íslendinga í útlöndum. Sem væri betra mál, heldur en að fá atkvæði sitt ógilt. Ekki kemur til mála, að íslenzka ríkið geri einkafyrirtæki að kjörstað. Sendið atkvæði ykkar framvegis með FedEx, UPS eða TNT, sem rífa ekki kjaft.