Deyr Samfylkingin?

Punktar

Samfylkingin er í algeru lamasessi samkvæmt sömu könnunum, hefur 25% fylgi, mun minna en í síðustu kosningum. Samt hefur flokkurinn verið í þrjú ár í stjórnarandstöðu og hefur fengið frelsandi engil að formanni. Með sama áframhaldi eru engar horfur á, að flokkurinn geti haft forustu í nýrri ríkisstjórn að ári. Af hverju fiskar ekki kafteinninn? Þarf flokkurinn að finna nýjan formann. Og lendir hann þá bara á sömu villigötum og Framsókn í öðrum Jóni Sigurðssyni. Eða muna kjósendur enn, að Samfylkingin sveik þjóðina og studdi Kárahnjúkavirkjun?