Deildin í Sjóvá

Punktar

Bubbi er sá Íslendingur, sem mest hefur fjallað opinberlega um einkamál sín. Það var því vel til fundið, þegar hann gerðist deild í Sjóvá-Almennum og varð þannig formlega að fyrirtæki sem persóna. Nú er fyrirhugaðar umræður milli lögmanna þessarar deildar í Sjóvá-Almennum og forráðamanna tímaritsins Hér og nú til að ræða skrif þess um opinberustu persónu Íslandssögunnar. Ekki voru svona mikil læti, þegar fjölmiðlar skrifuðu um framhjáhald í klerkastéttinni fyrir nokkrum árum. Það þótti fáum dónalegt á sínum tíma og margir ortu og birtu vísur. Annað gildir nú um einkamál fyrirtækis.