Deila er risin í Atlantshafsbandalaginu um aðild Úkraínu og Georgíu. Sum ríki vilja flýta henni, einkum Bandaríkin og Bretland. Önnur ríki vilja fresta henni, Þýzkaland, Frakkland, Spánn, Ítalía, Finnland og eitt ónefnt ríki. Þau telja Georgíu hafa byrjað stríðið við Rússland um Suður-Ossetíu. Telja Sakasvili Georgíuforseta ótrúverðugan bandamann. Vilja enga ábyrgð taka á honum. Vilja fara gætilega í samskiptum við Rússland. Þýzkaland fer fyrir efahyggjuríkjunum. Ekki er vitað, hvar Ísland stendur í deilunni. Er ekki hægt að senda Davíð Oddsson til Bruxelles til að magna illindin.