Efnt var til þessarar ríkisstjórnar í von um, að helztu bófum landsins væri haldið frá völdum. Setja átti Flokkinn út í kuldann eftir tveggja áratuga Davíðsku. Sú fól í sér róttæka frjálshyggju að hætti Hannesar Hólmsteins. Eftirlitslausa einkavinavæðingu og taumlausa græðgi innvígðra og innmúraðra. Eftir hrun varð græðgin ekki lengur góð. En árin hafa farið á annan veg. Flokkur bófa hefur áfram fengið að stjórna og Davíð er aftursætisbílstjóri Flokks bófa. Þeir ráða bönkum, Fjármálaeftirliti og Bankasýslu. Kvótagreifar selja og veðsetja þjóðareignina, halda okkur og verkafólki sínu í gíslingu.