Davíð Oddsson er ósvífnasti lýðskrumari landsins. Velur langsótt atriði úr fortíðinni til að endurskrifa söguna. Vísar til munnlegra ummæla sinna, sem stangast á við prentuð gögn frá honum og Seðlabankanum á sama tíma. Talar eins og seðlabankastjóri sé valdalaus húsmóðir í Vesturbænum. Talar eins og hann hafi ekki afnumið bindiskyldu bankanna á versta tíma. Talar eins og hann hafi ekki hrósað útrásinni fram á síðustu stundu. Firrir sig ábyrgð á IceSave, þótt hann hafi undirritað ábyrgðarplagg Seðlabankans til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Davíð veður jafnan á súðum í ellinni. Bless, Davíð.