Davíð rústaði ekki Glitni

Punktar

Davíð gerði Glitni ekki gjaldþrota. Það voru ráðamenn bankans, sem gerðu það. Þeir fóru of geyst og biluðu, þegar erlend endurfjármögnun brást í kjölfar hruns Lehman Brothers. Glitni hefði orðið að loka, ef landsfeðurnir hefðu ekki gripið inn í atburðarásina. Davíð kom ekki að málum fyrr en þá. Hvort hægt hefði verið að fara mildari leið er svo önnur saga. Lántaka hefði leitt til frekara gengisfalls bankans. Eigendurnir telja, að betra hefði verið að fá lán en þjóðnýtingu. Um það má deila endalaust. Hins vegar höfðu þeir ekkert um málið að segja. Ráðamenn bankans höfðu þá þegar bilað.